Innlent

Ræddu um áhrif stýrivaxta og dómínóáhrif í efnahagslífinu

Pétur Blöndal er formaður efnahags- og skattanefndar.
Pétur Blöndal er formaður efnahags- og skattanefndar. MYND/GVA

Fulltrúar Seðlabankans, ASÍ og Samtaka atvinnulífsins ásamt Gylfa Zoega, hagfræðiprófessor hjá Háskóla Íslands, komu í morgun á fund efnahags- og skattanefndar til þess að ræða áhrif stýrivaxta og efnahagsleg áhrif af falli bankakerfisins, hin svokölluðu dómínóáhrif af gjaldþrotum fyrritækja.

Pétur Blöndal, formaður nefndarinnar, segir að fulltrúi Seðlabankans hafi farið yfir markmiðin með hækkun stýrivaxta, en þeir voru hækkaðir um sex prósentustig í síðustu viku, upp í 18 prósent. Með hækkuninni sé reynt að styrkja gengið þannig að það verði minni hvati hjá útlendingum sem eiga fjármuni hér á landi að flytja fé frá landinu og þannig haldist krónan sterkari. Það komi svo til hagsbóta fyrir almenning því erlend láni hækki ekki eins mikið og verðlag á innfluttum vörum haldist lægra. Hins vegar komi hækkun stýrivaxta illa við fyrirtæki og fólk sem væri með skammtímalán og yfirdrætti.

Þá segir Pétur að fram hafi komið í máli Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, að mikilvægt væri fyrir íslensku bankana og ríkissjóð að hafa góð tengsl við kröfuhafa sína í stað þess að tala ekki við þá. Það væri mikivægt upp á framtíðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×