Innlent

Sýknaður af ákæru um að hafa slegið lögreglumann

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af ákæru um brot gegn valdsstjórninni en honum var gefið að sök að hafa slegið til lögreglumanns aftur í stórum lögreglubíl þannig að lögreglumaðurinn datt aftur fyrir sig.

Lögregla hafði haft afskipti af manninum og tveimur félögum hans eftir að einn þeirra stökk uppi á stigbretti lögreglubílsins að aftanverðu þar sem bílnum var ekið niður Laugarveg.

Lögreglumönnunum og hinum handteknu bar hins vegar ekki saman um hver atburðarásin hefði verið inni í bílnum en hinn ákærði neitaði að hafa slegið til lögreglumannsins. Þá hélt einn lögreglumannanna fram að annar vina hins ákærða hefði slegið lögreglumanninn. Þótti dómnum of mikil óvissa um atvik málsins að hægt væri að sakfella hinn ákærða og var hann því sýknaður. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×