Innlent

Áflogaseggir handteknir í Bolungarvík

Frá Bolungarvík.
Frá Bolungarvík. MYND/Vilmundur

Tveir menn gistu fangageymslur á Ísafirði vegna ölvunar og óspekta aðfaranótt sunnudagsins.

Fram kemur í dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum að þeir hafi verið handteknir eftir að annar þeirra reyndi að sparka í lögreglubifreið sem ekið var fram hjá þeim á Hafnargötu í Bolungarvík. Þegar sá var handtekinn réðst félagi hans á lögreglumenn og var sá einnig handtekinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×