Íslenski boltinn

Willum framlengir við Val

Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals.
Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals.

Willum Þór Þórsson hefur framlengt samning sinn við Val til næstu fjögurra ára en hann átti eitt ár eftir af núverandi samningi sínum.

Þetta kom fram hjá Herði Magnússyni í Landsbankamörkunum á Stöð 2 Sporti í kvöld.

Willum hefur þjálfað Val síðan 2005 og gerði Val að Íslandsmeisturum í fyrra. Hann hefur áður þjálfað KR og Þrótt í efstu deild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×