Innlent

Björgunarsveitin á Eskifirði bjargaði hreindýri úr gjótu

Dýrið í gjótunni.
Dýrið í gjótunni. MYND/Þórhallur Hjaltason

Fimm menn frá björgunarsveitinni Brimrún á Eskifirði björguðu hreindýri úr gjótu í kvöld. Rjúpnaveiðimaður hafði gengið fram á hreindýrið fast í gjótunni á Víkurheiði í um 10 km fjarlægð frá Eskifirði.

Einar Björnsson, einn björgunarmannanna, segir að þetta hafi verið ágætur sunnudagsgöngutúr fyrir þá félaga upp á heiðina. "Við vorum með stroffu með okkur og tókst að koma henni um dýrið og síðan lyftum við því upp úr gjótunni," segir Einar. "Við horfðum svo á eftir dýrinu út í náttmyrkrið og var það örugglega frelsinu fegið."

Einar segir að hreindýrið hafi verið vetrargamall tarfur um 120 kg að þyngd og komin með nokkuð myndarleg horn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×