Innlent

Ekki vera þolandi, vertu þáttakandi

Ekki vera þolandi, vertu þátttakandi - er yfirskrift tveggja kreppusamkoma í Reykjavík í dag. Klukkan eitt hefst opinn borgarafundur um stöðu þjóðarinnar í Iðnó. Öllum stjórnmálamönnum, seðlabankastjórum og bankastjórum er boðið að mæta til að svara spurningum Íslendinga milliliðalaust.

Fjórir frummælendur verða að þessu sinni, Lilja Mósesdóttir hagfræðingur, Pétur Tyrfingsson sálfræðingur, Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráðgjafi og Halla Gunnarsdóttir blaðamaður. Þá hefur fundurinn boðið einum fulltrúa frá hverjum stjórnmálaflokki til að svara spurningum úr sal. Og klukkan þrjú verður safnast saman á Austurvelli eins og síðustu helgar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×