Innlent

Ríkið ekki trúverðugur eigandi bankanna

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins.

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdarstjóri samtaka atvinnulífsins segir ríkið ekki trúverðugan eiganda bankanna gagnvart erlendum kröfuhöfum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.

„Besta leiðin til að semja frið við þá er að þeir fá bankana afhenta, eins og myndi gerast í venjulegu þrotabúi, þar sem kröfuhafar taka það yfir," segir Vilhjálmur.

Hann segir einnig að brýnasta hagsmunamál atvinnulífs og heimila til lengri tíma litið sé að eðlilegur aðgangur fáist að erlendu lánsfé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×