Páll Magnússon býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins 5. desember 2008 16:16 Páll Magnússon. Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Framsóknarflokknum á landsþingi flokksins í janúar. Hann segir, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir stundu, að ákvörðunin sé tekin eftir samtöl við fjölmarga flokksmenn um stöðu flokksins og framtíð hans. „Framtíð Framsóknarflokksins veltur á því hvort hann skynji kall kjósenda eftir breytingum í íslenskum stjórnmálum. Segja verður skilið við samtryggingu stjórnmálanna og ógagnsæ vinnubrögð. Rannsókn á efnahagshruni síðustu vikna þarf að ná aftur til þeirra ára sem bankarnir voru einkavæddir enda Framsóknarflokknum mikilvægt að allt verði upplýst í því ferli. Meginverkefni stjórnmálanna næstu vikur og mánuði verður þó að standa vörð um heimilin í landinu. Algerlega misheppnaðar aðgerðir núverandi stjórnvalda hafa leitt til þess að Íslendingar standa frammi fyrir gríðarlega brýnum og erfiðum verkefnum. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við alþjóðlegri fjármálakreppu hafa reynst óvönduð og fremur stuðlað að hruni fjármálakerfisins en björgun þess. Þúsundir Íslendinga verða atvinnulausar í byrjun næsta árs. Framsóknarflokkurinn þarf að leggja fram róttækar áætlanir í atvinnumálum. Nauðsynlegt er að horfa til skynsamlegrar nýtingu náttúruauðlinda til að fjölga störfum og snúa vörn í sókn. Aukið fjármagn í rannsóknir, þróunarstarf og nýsköpun er nauðsynlegt og skilar árangri á lengri tíma. Láta þarf á það reyna með samningaumleitan og þjóðaratkvæðagreiðslu hvort Íslendingar eigi að gerast aðili að Evrópusambandinu. Ráðagerðir stjórnvalda um aðstoð við skuldsett heimili duga hvergi nærri til. Ungar fjölskyldur huga að brottflutningi úr landinu enda gefst þeim ekki kostur á að standa við skuldbindingar sínar. Fólk sem hefur fjárfest í húsnæði síðustu fimm árin, hvort sem er með verðtryggðum lánum eða erlendum myntkörfulánum, stendur frammi fyrir ókleifum múr. Það verður að ráðast gegn þessum skuldum, meðal annars með því að afskrifa hluta þeirra. Ungt vel menntað fólk verður að eygja von. Nái ég kjöri mun ég leggja höfuðáherslu á breytt vinnubrögð í flokksstarfi og aukið lýðræði. Það verði meðal annars gert með því að auka þátttöku og vægi almennra flokksmanna í ákvarðanatöku innan flokksins. Þannig verði öllum flokksmönnum gefinn kostur á að velja forystu flokksins, taka þátt í störfum flokksþings og kjósa um helstu stefnumál í beinni kosningu. Með sama hætti leggi Framsóknarflokkurinn áherslu á aukið lýðræði í landinu, íbúalýðræði, styrkingu löggjafans á kostnað framkvæmdavaldsins, gegnsæja stjórnsýslu og fagleg vinnubrögð í hvívetna," segir í yfirlýsingu frá Páli. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Framsóknarflokknum á landsþingi flokksins í janúar. Hann segir, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir stundu, að ákvörðunin sé tekin eftir samtöl við fjölmarga flokksmenn um stöðu flokksins og framtíð hans. „Framtíð Framsóknarflokksins veltur á því hvort hann skynji kall kjósenda eftir breytingum í íslenskum stjórnmálum. Segja verður skilið við samtryggingu stjórnmálanna og ógagnsæ vinnubrögð. Rannsókn á efnahagshruni síðustu vikna þarf að ná aftur til þeirra ára sem bankarnir voru einkavæddir enda Framsóknarflokknum mikilvægt að allt verði upplýst í því ferli. Meginverkefni stjórnmálanna næstu vikur og mánuði verður þó að standa vörð um heimilin í landinu. Algerlega misheppnaðar aðgerðir núverandi stjórnvalda hafa leitt til þess að Íslendingar standa frammi fyrir gríðarlega brýnum og erfiðum verkefnum. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við alþjóðlegri fjármálakreppu hafa reynst óvönduð og fremur stuðlað að hruni fjármálakerfisins en björgun þess. Þúsundir Íslendinga verða atvinnulausar í byrjun næsta árs. Framsóknarflokkurinn þarf að leggja fram róttækar áætlanir í atvinnumálum. Nauðsynlegt er að horfa til skynsamlegrar nýtingu náttúruauðlinda til að fjölga störfum og snúa vörn í sókn. Aukið fjármagn í rannsóknir, þróunarstarf og nýsköpun er nauðsynlegt og skilar árangri á lengri tíma. Láta þarf á það reyna með samningaumleitan og þjóðaratkvæðagreiðslu hvort Íslendingar eigi að gerast aðili að Evrópusambandinu. Ráðagerðir stjórnvalda um aðstoð við skuldsett heimili duga hvergi nærri til. Ungar fjölskyldur huga að brottflutningi úr landinu enda gefst þeim ekki kostur á að standa við skuldbindingar sínar. Fólk sem hefur fjárfest í húsnæði síðustu fimm árin, hvort sem er með verðtryggðum lánum eða erlendum myntkörfulánum, stendur frammi fyrir ókleifum múr. Það verður að ráðast gegn þessum skuldum, meðal annars með því að afskrifa hluta þeirra. Ungt vel menntað fólk verður að eygja von. Nái ég kjöri mun ég leggja höfuðáherslu á breytt vinnubrögð í flokksstarfi og aukið lýðræði. Það verði meðal annars gert með því að auka þátttöku og vægi almennra flokksmanna í ákvarðanatöku innan flokksins. Þannig verði öllum flokksmönnum gefinn kostur á að velja forystu flokksins, taka þátt í störfum flokksþings og kjósa um helstu stefnumál í beinni kosningu. Með sama hætti leggi Framsóknarflokkurinn áherslu á aukið lýðræði í landinu, íbúalýðræði, styrkingu löggjafans á kostnað framkvæmdavaldsins, gegnsæja stjórnsýslu og fagleg vinnubrögð í hvívetna," segir í yfirlýsingu frá Páli.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira