Innlent

Heimsóknir skólabarna til hjúkrunarfræðinga aukast verulega

Skólabörn leita í auknum mæli aðstoðar hjá skólahjúkrunarfræðingum í Reykjavík. Dæmi eru um að fjöldi heimsókna hafi tvöfaldast í sumum skólum. Ástæðan er rakin til kreppunnar.

Samkvæmt tölum frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur heimsóknum barnanna til skólahjúkrunarfræðinga fjölgað um 35 prósent að meðaltali síðustu 3 mánuði. Þó eru dæmi um allt að 100 prósenta aukningu.

Erlendar rannsóknir sýna breytingu í hegðum barna um 6 til 8 mánuðum eftir að kreppa skellur á, því má búast við holskeflu. Börnin koma ekki eingöngu vegna vanlíðan. Líkamlegum áverkum fjölgar einnig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×