Erlent

Bush rifjar upp kynnin við Bakkus

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Bush Bandaríkjaforseti rifjaði upp áfengisvandamál sín á fundi í Hvíta húsinu í gær þar sem rætt var um baráttuna gegn fíkniefnum og fjárveitingar til hennar.

Bush mun hafa óskað manni, sem rekur stóra meðferðarstofnun í Colorado, til hamingju með að hafa haldið sig frá áfengi í 30 ár og bætt því svo við að átta ár skildu þá að en Bush hætti að drekka fertugur. Hann sagði einnig frá því að fíkniefnanotkun ungmenna hefði dregist saman um 25 prósent síðan hann tók við embætti árið 2001.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×