Innlent

Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins hefur störf

Starf Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins hefst formlega í dag með ávarpi Geirs H. Haarde, formanns flokksins, í Valhöll.

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað á fundi sínum 14. nóvember að skipa sérstaka nefnd um Evrópumál og flýta landsfundi flokksins sem verður haldinn í lok janúar.

Eftir ávarp Geirs mun þeir Kristján Þór Júlíusson, formaður nefndarinnar, og Árni Sigfússon, varaformaður, lýsa skipulagi nefndarstarfsins fram að landsfundi.

Fyrirhugað er að halda 18 fundi víðsvegar um landið og opnuð hefur verið heimasíða í tengslum við starf nefndarinnar.

Fundurinn í dag verður í beinni útsendingu á vef Sjálfstæðisflokkins. Hann hefst klukkan 16.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×