Innlent

Vona að alþingismenn muni það sem skiptir máli

Við vonum að kreppan verði ekki til þess að Alþingi gleymi því sem skiptir máli, segja foreldrar mjög sjónskerts fjögurra mánaða drengs. Þau bíða þess að Alþingi afgreiði frumvarp sem tryggir að drengurinn þeirra fái viðeigandi meðferð.

Sindri fæddist 11. ágúst síðastliðinn. Morgunin eftir var hann greindur með meðfædd ský á augasteinum. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að ský myndast yfir augasteinum þannig að mismikið ljós kemst í gegn. Að auki er hann með lítil augu. Þegar Sindri var tveggja mánaða voru augasteinarnir fjarlægðir á sjúkrahúsi í Lundúnum. Eftir það fékk hann gleraugu sem eru plús 20. Víðast hvar á Norðurlöndunum hafa gleraugu þó vikið fyrir linsum og þar heyrir reyndar til undantekninga að gleraugu séu sett á ungabörn eftir að augasteinar eru fjarlægðir. Reynslan sýnir líka að ung börn sem fá linsur í stað gleraugna, þroska oftast með sér betra sjónsvið.

Lengi vel var ekki til nauðsynlegur búnaður hér á landi til að útbúa þessar linsur. Eftir að Kompás fjallaði um þessi mál gaf VÍS Sjónstöð Íslands fé til að kaupa linsumátunarvél árið 2006. Vélin lá ónotuð í kössum í marga mánuði en var tekin að hluta í notkun fyrir um ári . Meiri mannskap og betri aðstöðu þarf til að taka vélina í fulla notkun. Í dag hóf sjóntækjafræðingur störf hjá Sjónstöðinni. Starfsfólk þar áætlar að hægt verði að hefja linsumátun upp úr áramótum og bindur miklar vonir við frumvarp um nýja þjónustumiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda.

Foreldrar Sindra hafa ekki fengið nein loforð um hversu mikla sjón Sindri mun fá í framtíðinni en þau eru engu að síður bjartsýn








Fleiri fréttir

Sjá meira


×