Erlent

Skammarbréf frá Einstein fer á uppboð

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AP

Bréf eðlisfræðingsins og nóbelsverðlaunahafans Alberts Einstein, dagsett fyrir réttum 94 árum, 12. desember 1914, verður boðið upp innan skamms.

Bréfið ritaði hann fyrri eiginkonu sinni, Milevu Maric, og er það raunar skammarræða á tveimur síðum, ritað með hinni sérstöku rithönd fræðimannsins. Í bréfinu kvartar Einstein yfir því að kona hans komi bréfum hans til barna þeirra þriggja ekki í hendur þeirra auk ýmissa annarra atriða sem hann var ósáttur við. Búist er við að bréfið seljist fyrir andvirði tæplega 500 þúsund króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×