Lífið

Kenna fólki að þekkja ilmvötn

Alliance française og Forval standa nú í maí fyrir ilmvatnsnámskeiði sem ber yfirskriftina "Lærðu að þekkja sumarilmvötnin". Þetta er annað ilmvatnsnámskeiðið af þessu tagi sem Forval og Alliance francaise skipuleggja saman, og nú er áherslan lögð að að kenna fólki að meta og velja þau ilmvötn sem henta á þeim árstíma sem nú fer í hönd.

Á námskeiðinu læra þátttakendur að þekkja ilm af blómum, ávöxtum, trjákvoðu og þróa lyktarskyn sitt, skoða samsetningu sumarilmvatnanna og fá tilfinningu fyrir þeim með því að handleika þau.

Kennari er Guðrún Edda Haraldsdóttir, sérfræðingur hjá Forvali, en hún kenndi á námskeiðinu "Undraveröld franskra ilmvatna" sem haldið var í nóvember sl. fyrir fullu húsi áhugasamra þátttakenda.

Námskeiðið verður haldið á miðvikudag 14 Maí frá kl. 19 til 21 í húsakynnum Alliance francaise, Tryggvagötu 8.

Námskeiðið kostar 3900 kr. Skráning fer fram í síma 5523870 og á vef Alliance française, af.is, skráningarfrestur er til 13. maí.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.