Innlent

Vilja reka seðlabankastjóra

Bryndís Gunnlaugsdóttir er formaður Sambands ungra framsóknarmanna.
Bryndís Gunnlaugsdóttir er formaður Sambands ungra framsóknarmanna.

Ungir framsóknarmenn krefjast þess að bankastjórn Seðlabanka Íslands verði sett af hið snarasta og stýrivextir lækkaðir í kjölfarið. Þeir beina orðum sínum sérstaklega að Samfylkingunni.

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna segir ljóst sé að afdrifarík mistök seðlabankastjóra á miklum óvissutímum hafi skaðað þjóðarhag.

,,Beinir stjórn SUF sérstaklega orðum sínum til Samfylkingar, að flokkurinn hafi frumkvæði að þessum hreingerningum, enda óljóst hver ræður ferðinni í samstarfsflokknum. Sé þetta ekki gert er ljóst að ríkisstjórn Íslands er rúin trausti hjá almenningi og skuli hún þar með tafarlaust segja af sér," segir í ályktun SUF.

Um leið krefst stjórnin þess að látið verði af pólitískum skipunum seðlabankastjóra og fagleg sjónarmið verði látin ráða för þegar ráðið verði í embættin að nýju. Stjórnin lýsir sömuleiðis yfir stuðningi við frumvarp þess efnis sem þingflokkur Framsóknarflokksins hefur lagt fram.


Tengdar fréttir

Vilja faglega ráðinn seðlabankastjóra

Þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp sem felur í sér að ráðið sé faglega í starf seðlabankastjóra og embættið auglýst. Sé um að ræða stöðu formanns bankastjórnar skuli það tekið fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×