Innlent

Þrettán tilboð í fyrri hluta Suðurstrandarvegar

Suðurstrandarvegur á að liggja frá Grindavík til Þorlákshafnar.
Suðurstrandarvegur á að liggja frá Grindavík til Þorlákshafnar.

KNH á Ísafirði átti lægsta tilboð í lagningu 33 kílómetra kafla Suðurstrandarvegar milli Krýsuvíkur og Þorlákshafnarvegar. Tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í gær.

Tilboð KNH hljóðar upp á tæpar 698 milljónir króna, sem er um 74 prósent af áætluðum verktakakostnaði. Tilboðið reyndist aðeins um þrjú hundruð þúsund krónum lægra en næstlægsta tilboð sem var frá Ingileifi Jónssyni.

Alls bárust þrettán tilboð í verkið en gert er ráð fyrir að tvær til þrjár vikur taki að meta tilboðin áður en ákveðið verður hverju verður tekið. Um er að ræða stærsta hluta Suðurstrandarvegar sem tengja á saman byggðir á Suðurlandi og Suðurnesjum. Gert er ráð fyrir að síðari hluti Suðurstrandarvegar verði boðinn út með haustinu.

Þessum 58 kílómetra langa vegi var lofað í tengslum við kjördæmabreytinguna fyrir fimm árum þegar Suðurkjördæmi varð til.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.