Innlent

Lenti í Keflavík með meðvitundarlausan farþega

Leifsstöð.
Leifsstöð.

Farþegaþota frá Continental-flugfélaginu á leið frá Þýskalandi til Bandaríkjanna lenti á Keflavíkurflugvelli undir kvöld í gær, þar sem einn farþeganna hafði misst meðvitund.

Hann var kominn til meðvitundar þegar hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til sakoðunar og var útskrifaður þaðan. Flugstjórinn notaði tækifærið og vísaði tveimur ölvuðum bandarískum konum frá borði og dvelja þær enn hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×