Innlent

Enginn einn sökudólgur

Steingrímur J Sigfússon
Steingrímur J Sigfússon

Steingrímur J Sigfússon formaður Vinstri grænna segir að ef menn telji að ráðamenn þjóðairnnar hafi glatað trausti eigi að skipta um allt „settið". Steingrímur var gestur í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld.

„Þessir aðilar eru allir samábyrgir og það er ekki hægt að týna einn út úr og gera að alsherjarsökudólgi," sagði Steingrímur.

Hann sagði þá þurfa að skipta um yfirmenn Fjármálaeftirlitsins, bankastjóra Seðlabankans og ríkisstjórn.

Steingrímur sagði ríkisstjórnina ekki hafa náð að stjórna þessu verki nógu farsællega og menn hefðu látið ummæli falla sem þeir hefðu betur átt að sleppa.

„Viðskiptaráðherra er t.d að lenda í ýmsum vandræðum vegna ýmissa ummæla sem varða starfsmenn Landsbankans. Við verðum að passa okkur á því að menn missi ekki út úr sér yfirlýsingar sem þessar."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×