Bretar tryggja eðlileg og venjuleg viðskipti milli landanna 9. október 2008 15:05 Geir H. Haarde forsætisráðherra ræddi við Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, fyrr í dag og segir að Bretar muni gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja að eðlileg og venjuleg viðskipti geti farið fram á milli landanna.Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherra í Iðnó í dag. Geir fór yfir stöðuna eins og hún blasti við í dag. Kaupþing hefði lent í sömu stöðu og Landsbankinn og Glitnir og hefði því verið tekinn yfir af Fjármálareftirlitinu. Það væri vonbrigði að það skyldi atvikast á þennan hátt en úr því sem komið væri væri ekki annað um að ræða en að vinna úr stöðunni.Geir lagði áherslu á að fólk héldi ró sinni því greiðslukerfi landsmanna virkaði og innistæður væru tryggar. Beindi hann því til fólks að taka ekki háar upphæðir úr bönkum því það gerði málin erfiðari viðfangs auk þess sem hætta gæti falist í því fyrir fólk að geyma mikið af fé heima.Kanna möguleika á að frysta greiðslur af gengistryggðum lánumForsætisráðherra sagði að miklar breytingar yrðu á bankakerfinu og efnahagslífinu og menn yrðu að sýna stillingu því þetta tæki einhverja daga. Ríkisstjórnin myndi kanna hvort unn væri að beina tilmælum til bankanna, sem væru ekki komnir að fullu í eigu ríkisins, að frysta greiðslur af gengistryggðum íbúðalánum þar til gjaldeyrismál væru komin á hreint. Nánari útfærsla yrði kynnt síðar.Þá sagði Geir að íslensk stjórnvöld hefðu verið mjög óánægð með það að bresk yfirvöld skyldu beita Íslendinga ákvæðum í lögum gegn hryðjuverkastarfsemi. Slík aðgerð væri óvinveitt íslenskum stjórnvöldum. Íslendingar hefðu litið á Breta sem okkar vinaþjóð og við teldum okkur ekki eiga þetta skilið.Forsætisráðherra var spurður af því hvort stjórnvöld íhuguðu að verjast með lagalögum vörnum eða fara fram á skaðabætur. Geir svaraði spurningunni ekki beint og sagði að það væri ekki við hæfi að bresk stjórnvöld beittu slíkri löggjöf þrátt fyrir að það væri ágreiningur á milli landanna.Sagðist Geir hafa rætt við Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, í dag og hann hefði fullvissað sig um að það yrðu gerðar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja að eðlileg viðskipti gætu farið fram á milli landanna. Fékk Geir staðfestingu á þessum orðum bréfleiðis á meðan á fundinum stóð. Sagði Geir að með þessu væri tryggt að venjulegir Íslendingar yrðu ekki fyrir barðinu á þessum óvenjulegum aðstæðum. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra ræddi við Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, fyrr í dag og segir að Bretar muni gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja að eðlileg og venjuleg viðskipti geti farið fram á milli landanna.Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherra í Iðnó í dag. Geir fór yfir stöðuna eins og hún blasti við í dag. Kaupþing hefði lent í sömu stöðu og Landsbankinn og Glitnir og hefði því verið tekinn yfir af Fjármálareftirlitinu. Það væri vonbrigði að það skyldi atvikast á þennan hátt en úr því sem komið væri væri ekki annað um að ræða en að vinna úr stöðunni.Geir lagði áherslu á að fólk héldi ró sinni því greiðslukerfi landsmanna virkaði og innistæður væru tryggar. Beindi hann því til fólks að taka ekki háar upphæðir úr bönkum því það gerði málin erfiðari viðfangs auk þess sem hætta gæti falist í því fyrir fólk að geyma mikið af fé heima.Kanna möguleika á að frysta greiðslur af gengistryggðum lánumForsætisráðherra sagði að miklar breytingar yrðu á bankakerfinu og efnahagslífinu og menn yrðu að sýna stillingu því þetta tæki einhverja daga. Ríkisstjórnin myndi kanna hvort unn væri að beina tilmælum til bankanna, sem væru ekki komnir að fullu í eigu ríkisins, að frysta greiðslur af gengistryggðum íbúðalánum þar til gjaldeyrismál væru komin á hreint. Nánari útfærsla yrði kynnt síðar.Þá sagði Geir að íslensk stjórnvöld hefðu verið mjög óánægð með það að bresk yfirvöld skyldu beita Íslendinga ákvæðum í lögum gegn hryðjuverkastarfsemi. Slík aðgerð væri óvinveitt íslenskum stjórnvöldum. Íslendingar hefðu litið á Breta sem okkar vinaþjóð og við teldum okkur ekki eiga þetta skilið.Forsætisráðherra var spurður af því hvort stjórnvöld íhuguðu að verjast með lagalögum vörnum eða fara fram á skaðabætur. Geir svaraði spurningunni ekki beint og sagði að það væri ekki við hæfi að bresk stjórnvöld beittu slíkri löggjöf þrátt fyrir að það væri ágreiningur á milli landanna.Sagðist Geir hafa rætt við Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, í dag og hann hefði fullvissað sig um að það yrðu gerðar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja að eðlileg viðskipti gætu farið fram á milli landanna. Fékk Geir staðfestingu á þessum orðum bréfleiðis á meðan á fundinum stóð. Sagði Geir að með þessu væri tryggt að venjulegir Íslendingar yrðu ekki fyrir barðinu á þessum óvenjulegum aðstæðum.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“