Nýr Landsbanki tekur til starfa - Elín Sigfúsdóttir nýr bankastjóri 9. október 2008 09:16 Elín Sigfúsdóttir Elín Sigfúsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Landsbankans, hefur verið ráðin nýr bankastjóri hins nýja Landsbanka sem ríkið mun reka. Hann heitir Nýi Landsbankinn hf. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að sama dag og skilanefnd Fjármálaeftirlitsins hafi tekið yfir starfsemi bankans hafi ríkissjóður stofnað nýtt hlutafélag, Nýja Landsbanka Íslands hf. Var tekin ákvörðun um að ný bankinn tæi yfir hluta af eignum, réttindum og skyldum Landsbankans hf. og heyri innlendi hluti af starfsemi bankans frá þeim tíma því undir nýtt fyrirtæki og nýja stjórn. Nýi bankinn mun reka öll útibú gamla Landsbankans á landinu, útlánastarfsemi og aðra hefðbundna bankastarfsemi. Áætlað er að heildarfjöldi starfsmanna hins nýja banka verði í kringum 1000 manns sem allir munu koma úr röðum núverandi starfsmanna Landsbankans. Sem fyrr segir er Elín Sigfúsdóttir nýr bankastjóri en frramkvæmdastjórar eru: Anna Bjarney Sigurðardóttir á útibúasviði, Árni Þór Þorbjörnsson á fyrirtækjasviði, Jón Þorsteinn Oddleifsson á fjármálasviði, Stefán Héðinn Stefánssson á eignastýringarsviði,Guðmundur Guðmundsson á rekstrarsviði, Gunnar Viðar á lögfræðisviði og Atli Atlason á starfsmannasviði. Yfir áhættustýringu bankans verður Þórir Örn Ingólfsson. Framkvæmdastjórn bankans mun kynna nýtt skipurit og umfang þeirrar starfsemi sem um ræðir við starfsfólk bankans í dag og næstu daga. „Engin breyting verður á hefðbundnum viðskiptum milli bankans og viðskiptavina hans. Útibú bankans munu starfa óbreytt og engin breyting verður á opnunartíma þeirra. Þjónusta við einstaklinga og fyrirtæki verður sú sama og notkun greiðslukorta verður með hefðbundnum hætti. Sömu inn- og útlánsreikningar verða í hinum nýja banka eins og áður var. Netbanki og hraðbankar starfa í óbreyttri mynd," segir fjármálaráðuneytið. Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Elín Sigfúsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Landsbankans, hefur verið ráðin nýr bankastjóri hins nýja Landsbanka sem ríkið mun reka. Hann heitir Nýi Landsbankinn hf. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að sama dag og skilanefnd Fjármálaeftirlitsins hafi tekið yfir starfsemi bankans hafi ríkissjóður stofnað nýtt hlutafélag, Nýja Landsbanka Íslands hf. Var tekin ákvörðun um að ný bankinn tæi yfir hluta af eignum, réttindum og skyldum Landsbankans hf. og heyri innlendi hluti af starfsemi bankans frá þeim tíma því undir nýtt fyrirtæki og nýja stjórn. Nýi bankinn mun reka öll útibú gamla Landsbankans á landinu, útlánastarfsemi og aðra hefðbundna bankastarfsemi. Áætlað er að heildarfjöldi starfsmanna hins nýja banka verði í kringum 1000 manns sem allir munu koma úr röðum núverandi starfsmanna Landsbankans. Sem fyrr segir er Elín Sigfúsdóttir nýr bankastjóri en frramkvæmdastjórar eru: Anna Bjarney Sigurðardóttir á útibúasviði, Árni Þór Þorbjörnsson á fyrirtækjasviði, Jón Þorsteinn Oddleifsson á fjármálasviði, Stefán Héðinn Stefánssson á eignastýringarsviði,Guðmundur Guðmundsson á rekstrarsviði, Gunnar Viðar á lögfræðisviði og Atli Atlason á starfsmannasviði. Yfir áhættustýringu bankans verður Þórir Örn Ingólfsson. Framkvæmdastjórn bankans mun kynna nýtt skipurit og umfang þeirrar starfsemi sem um ræðir við starfsfólk bankans í dag og næstu daga. „Engin breyting verður á hefðbundnum viðskiptum milli bankans og viðskiptavina hans. Útibú bankans munu starfa óbreytt og engin breyting verður á opnunartíma þeirra. Þjónusta við einstaklinga og fyrirtæki verður sú sama og notkun greiðslukorta verður með hefðbundnum hætti. Sömu inn- og útlánsreikningar verða í hinum nýja banka eins og áður var. Netbanki og hraðbankar starfa í óbreyttri mynd," segir fjármálaráðuneytið.
Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira