Fótbolti

Terim hættur við að hætta

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fatih Terim á æfingasvæðinu.
Fatih Terim á æfingasvæðinu.

Fatih Terim ætlar ekki að hætta sem þjálfari landsliðs Tyrklands þrátt fyrir yfirlýsingar um annað.

Hann mun stýra liðinu framyfir HM 2010 að minnsta kosti.

Terim er 54 ára en hann hefur áður þjálfað félagslið eins og Galatasaray, AC Milan og Fiorentina.

Tyrkir féllu úr leik í undnaúrslitum á Evrópumótinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×