Lífið

Janice segist hafa sofið hjá 1.000 mönnum

Hin 52 ára gamla fyrrverandi ofurfyrirsæta Janice Dickinson heldur því fram að hún hafi sofið hjá 1.000 mönnum. Þar á meðal munu vera margar af stóru stjörnunum í Hollywood.

Þetta kemur fram í tímaritinu Now. Janice, sem er tveggja barna móðir, á að baki þrjú hjónabönd en virðist hafa haft í nógu að snúast í rúminu þar fyrir utan.

Í sjálfsævisögu sinni "No Lifeguard On Duty" segir hún meðal annars frá því að Mick Jagger hafi verið "hrein orka" og að Jack Nicholson hafi verið í lagi..."en ekki með frammistöðu upp á Óskarsverðlaun."

Það fylgir sögunni að eftir að hún fór í rúmið í fyrsta sinn með Sylvester Stallone varð hún ólétt af dóttur sinni Savannah. Hún hélt í fyrstu að Stallone væri faðirinn en DNA-rannsókn leiddi annað í ljós.

Janice segir að hún sé núna meir til kvenna en karla. Meðal þeirra sem hún hefur sofið hjá nefnir hún Kelly LeBrock og Grace Jones.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.