Enski boltinn

Skrtel með sködduð krossbönd

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Martin Skrtel meiðist hér í leiknum í gær.
Martin Skrtel meiðist hér í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images

Það mun koma í ljós á næsta sólarhring hversu lengi Martin Skrtel, varnarmaður Liverpool, verður frá. Hann meiddist í leik Liverpool og Manchester City í gær.

Skrtel er með sködduð krossbönd í hægra hné en hann var borinn af velli í leiknum í gær. Ef krossböndin eru slitin má búast við því að hann verði frá í hálft ár, að minnsta kosti.

Talsmaður Liverpool, Ian Cotton, sagði að hann myndi hitta sérfræðing á morgun og eftir það yrði betur ljóst hversu lengi hann verður frá.

Daniel Agger mun væntanlega taka stöðu Skrtel í vörn Liverpool.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×