Innlent

Vill hefja hvalveiðar að nýju

Við eigum að hefja hvalveiðar að nýju, segir sjávarútvegsráðherra. Óeining er meðal stjórnarflokkanna um málið.

Hafrannsóknarstofnun hefur mælt með því að kvóti verði gefinn út bæði á langreiði og hrefnu.Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, hvatti til þess í fréttum okkar á föstudag að farið yrði að ráðum stofnunarinnar og veiðar yrðu leyfðar að nýju. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, er sammála þess.

Stjórnarflokkanna greinir á um þetta. Umhverfisráðherra sagði í hádegisfréttum okkar að afstaða Samfylkingarinnar til hvalveiða hefði ekki breyst en þær myndu grafa enn frekar undan orspori Íslands á erlendri grundu. Einar segir ljóst að ólík sjónarmið séu varðandi þessi mál í ríkisstjórninni. Hins vegar sé gríðarlegur stuðningur við hvalveiðar meðal þjóðarinnar. Þá hefur hann ekki áhyggjur af því að ímynd landsins muni skaðast.

Einar segir að hvalveiðar myndu hafa í för með sér verðmæta atvinnusköpun og heilmikla gjaldeyrisöflun. Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir talsmanni Grænfriðunga í Japan að verð á hvalkjöti á Japansmarkaði sé afar hátt. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst óska eftir utandagskrárumræðu á Alþingi um hvalveiðar í næstu viku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×