Enski boltinn

Keegan ætlar með Newcastle í efri hluta deildarinnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kevin Keegan gat leyft sér að brosa um helgina.
Kevin Keegan gat leyft sér að brosa um helgina. Nordic Photos / Getty Images

Kevin Keegan segir nú að markmið Newcastle sé að ljúka tímabilinu í efri hluta deildarinnar en sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni.

Newcastle lék níu leiki í röð án sigurs undir stjórn Keegan en liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð og eru níu stigum frá fallsvæði deildarinnar.

Liðið er sem stendur í tólfta sæti deildarinnar, níu stigum á eftir West Ham sem er í tíunda sæti. Tottenham er í ellefta sæti, fjórum stigum á undan West Ham.

„Það er möguleiki á því að ná Tottenham og einu eða tveimur öðrum liðum sem eru í miðjumoði deildarinnar og hafa um ekkert að spila nema eigið stolt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×