Ronaldo er leikmaður 32. umferðar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2008 11:28 Cristiano Ronaldo, leikmaður 32. umferðar. Nordic Photos / Getty Images Í þriðja skiptið á tímabilinu er Cristiano Ronaldo leikmaður umferðarinnar hér á Vísi en hann skoraði fyrsta markið og lagði upp þrjú í 4-0 sigri Manchester United á Aston Villa um helgina. Smelltu hér til að sjá myndband af leikmanni 32. umferðar, Cristiano Ronaldo. Manchester United mætir Roma í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld og sendu Ronaldo og félagar hans í United skýr skilaboð til Ítalíu. Liðið er með fimm stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni og Ronaldo er markahæsti leikmaður hennar með 26 mörk á tímabilinu. Eftir leikinn um helgina er hann einnig meðal efstu manna hvað fjölda stoðsendinga varðar. Alls hefur hann gefið sjö slíkar og hefur hann því komið að 33 mörkum í deildinni í vetur. Næsti maður í þeirri tölfræði er Fernando Torres með 24 mörk. Það má heldur ekki gleyma því að Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark í deildinni í vetur í áttundu umferð og hann gaf sína fyrstu stoðsendingu í sextándu umferð. Hann fékk nefnilega beint rautt í annarri umferð, í leik gegn Portsmouth, og fór í þriggja leikja bann. Hann hefur 26 sinnum verið í byrjunarliði United á leiktíðinni sem þýðir að þegar hann byrjar inn á skorar hann að meðaltali eitt mark í leik. Hann hefur tvívegis komið inn á sem varamaður en hann skoraði ekki í þeim leikjum. Því má við þetta bæta að aðeins tvö af þessum mörkum hafa komið úr vítaspyrnum. Hann hefur þar að auki misnotað eina vítaspyrnu, í 2-1 tapleik gegn West Ham milli jóla og nýárs. Tommy Smith, fyrrum leikmaður Liverpool, sagði í viðtali við BBC í dag að hann að eina leiðin til að stöðva hann væri að reyna að ná til boltans, ekki til leikmannsins. „Maður verður að hafa auga á boltanum og leyfa honum ekki að plata þig. Maður verður að vera eins útsjónarsamur og hann." En eins og staðan er í dag eru fáir leikmenn jafn útsjónarsamir og Cristiano Ronaldo. Nafn: Cristiano Ronaldo dos Santos Aveiro Fæddur: 5. febrúar í Funchal, Madeira í Portúgal. Lið: Sporting Lissabon (2001-2003), Manchester United (2003-). Númer: 7. Lið vikunnar :Markvörður: David James, PortsmouthVörn: Glen Johnson, Portsmouth William Gallas, Arsenal Ricardo Carvalho, Chelsea David Wheater, MiddlesbroughMiðja: Cristiano Ronaldo, Manchester United Matt Taylor, Bolton Nicky Butt, NewcastleSókn: Mauro Zarate, Birmingham Wayne Rooney, Manchester United Jermain Defoe, Portsmouth Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Í þriðja skiptið á tímabilinu er Cristiano Ronaldo leikmaður umferðarinnar hér á Vísi en hann skoraði fyrsta markið og lagði upp þrjú í 4-0 sigri Manchester United á Aston Villa um helgina. Smelltu hér til að sjá myndband af leikmanni 32. umferðar, Cristiano Ronaldo. Manchester United mætir Roma í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld og sendu Ronaldo og félagar hans í United skýr skilaboð til Ítalíu. Liðið er með fimm stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni og Ronaldo er markahæsti leikmaður hennar með 26 mörk á tímabilinu. Eftir leikinn um helgina er hann einnig meðal efstu manna hvað fjölda stoðsendinga varðar. Alls hefur hann gefið sjö slíkar og hefur hann því komið að 33 mörkum í deildinni í vetur. Næsti maður í þeirri tölfræði er Fernando Torres með 24 mörk. Það má heldur ekki gleyma því að Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark í deildinni í vetur í áttundu umferð og hann gaf sína fyrstu stoðsendingu í sextándu umferð. Hann fékk nefnilega beint rautt í annarri umferð, í leik gegn Portsmouth, og fór í þriggja leikja bann. Hann hefur 26 sinnum verið í byrjunarliði United á leiktíðinni sem þýðir að þegar hann byrjar inn á skorar hann að meðaltali eitt mark í leik. Hann hefur tvívegis komið inn á sem varamaður en hann skoraði ekki í þeim leikjum. Því má við þetta bæta að aðeins tvö af þessum mörkum hafa komið úr vítaspyrnum. Hann hefur þar að auki misnotað eina vítaspyrnu, í 2-1 tapleik gegn West Ham milli jóla og nýárs. Tommy Smith, fyrrum leikmaður Liverpool, sagði í viðtali við BBC í dag að hann að eina leiðin til að stöðva hann væri að reyna að ná til boltans, ekki til leikmannsins. „Maður verður að hafa auga á boltanum og leyfa honum ekki að plata þig. Maður verður að vera eins útsjónarsamur og hann." En eins og staðan er í dag eru fáir leikmenn jafn útsjónarsamir og Cristiano Ronaldo. Nafn: Cristiano Ronaldo dos Santos Aveiro Fæddur: 5. febrúar í Funchal, Madeira í Portúgal. Lið: Sporting Lissabon (2001-2003), Manchester United (2003-). Númer: 7. Lið vikunnar :Markvörður: David James, PortsmouthVörn: Glen Johnson, Portsmouth William Gallas, Arsenal Ricardo Carvalho, Chelsea David Wheater, MiddlesbroughMiðja: Cristiano Ronaldo, Manchester United Matt Taylor, Bolton Nicky Butt, NewcastleSókn: Mauro Zarate, Birmingham Wayne Rooney, Manchester United Jermain Defoe, Portsmouth
Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira