Enski boltinn

Grétar Rafn: Úrslitaleikur gegn Aston Villa

Eiríkur Stefán Ásgersson skrifar
Matt Taylor fagnar síðara marki sínu gegn Arsenal ásamt Jlloyd Samuel og Grétari Rafni.
Matt Taylor fagnar síðara marki sínu gegn Arsenal ásamt Jlloyd Samuel og Grétari Rafni. Nordic Photos / Getty Images

Grétar Rafn Steinsson segir að hans menn í Bolton verði að vinna Aston Villa um næstu helgi ætli þeir sér að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.

„Við verðum að fá þrjú stig úr næsta leik, það er nauðsynlegt," sagði Grétar Rafn. „Við verðum bara að halda ótrauðir áfram."

Bolton komst um helgina tveimur mörkum yfir gegn Arsenal sem missti meira að segja mann af velli eftir að Abou Diaby fékk að líta rauða spjaldið fyrir ljóta tæklingu á Grétar. En þrátt fyrir það vann Arsenal 3-2 sigur.

„Við hefðum átt að gera betur og ekki hægt að líta á það öðruvísi. Við fengum ekkert úr leiknum og er það okkur að kenna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×