Innlent

Afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkur frestað til næsta árs

Ráðhúsið í Reykjavík.
Ráðhúsið í Reykjavík.

Borgarráð ákvað á fundi sínum í dag að óska eftir fresti vegna afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar en síðari umræða og afgreiðsla fjárhagsáætlunar fer fram á fundi borgarstjórnar 6. janúar 2009.

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum þurfa sveitarstjórnir að afgreiða fjárhagsáætlun næsta árs fyrir lok desembermánaðar.

Samgönguráðuneytið getur veitt sveitarstjórnum lengri frest þegar brýnar ástæður eru fyrir hendi.

Tillagan var samþykkt með 4 atkvæðum meirihlutaflokkanna ásamt atkvæði Vinstri grænna en aðrir fulltrúar sátu hjá. Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi, mótmælti harðlega því sem hann kallaði ólýðræðisleg og óvönduð vinnubrögðum sem hann sagði að hafi verið viðhöfð við undirbúning fjárhagsáætlunar.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks létu bóka. að öllum reglum um málsmeðferð fjárhagsáætlunar hafi verið fylgt. Ólafi hafi auk þess verið boðinn aðgangur að öllum gögnum í samræmi við starfsskyldur hans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×