Innlent

Hundruðum barna vísað frá heimilum ABC í Kenýa

Hundruð barna sem hafa búið á heimili ABC barnahjálpar í Kenýa var í gær vísað frá. Starfsemi ABC í Kenýa er í algeru uppnámi eftir að vopnað rán var framið á skrifstofu samtakanna.

Fjórir vopnaðir menn réðist inn í hús ABC, bundur þrjár starfskonur og kefluðu og límdu fyrir munn þeirra á meðan þeir tóku allt fémætt. Meðal þess andvirði nokkur hundruð þúsund íslenkra króna sem nota átti til að greiða matarreikninga síðustu tveggja mánaða og húsaleigu sem hafði borist heimilinu fyrir helgi. Starfskonur ABC í Nairóbí segjast aumar á sálinni.

Vegna ránsins og gengisáhrifa, sem þýðir að ekki berst nægilegt rekstarfé frá Íslandi, var helmingur barnanna sendur heim í gær.

Þeir sem eru aflögufærir og vilja styrkja starf samtakanna í Kenýa er bent á heimasíðuna abc.is.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×