Innlent

Eldarnir brenna - við þurfum að skipta út krónunni á næstu vikum

Við erum í kapphlaupi við tímann, eldarnir brenna enn og við þurfum að skipta út krónunni á næstu vikum. Þetta segir Baldur Pétursson, aðstoðarframkvæmdastjóri Þróunarbanka Evrópu.

Daginn sem bankaútrásin dó, mánudaginn 6.október, og allar götur síðan hafa satt að segja fáir mælt krónunni bót. Söguleg tíðindi urðu á ársfundi ASÍ nýverið þegar sambandið lýsti yfir löngun til að Ísland færi í Evrópusambandið og tæki upp evru.

Lengra er síðan að Samtök atvinnulífsins lýstu krónuna steindauða og Samtök iðnaðarins hafa í mörg ár barist fyrir upptöku evru. Þá er ótalinn fjöldinn allur af málsmetandi mönnum, ráðherrum í öðrum ríkisstjórnarflokknum, varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið að fikra sig í þessa átt og kynstrin öll af blaðagreinum frá áhyggjufullum almenningi hafa verið birtar nú í blábyrjun kreppunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×