Innlent

Eru til upptökur af viðvörun Davíðs til ráðherra?

Davíð Oddsson, Seðlabankastjóri.
Davíð Oddsson, Seðlabankastjóri.

Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingar, segir ljóst að Davíð Oddsson seðlabankastjóri verði að gera hreint fyrir sínum dyrum varðandi samtöl hans við ráðherra í ríkisstjórninni. Á fundi viðskiptanefndar sagðist Davíð hafa varað ráðherra við að núll prósent líkur væru á því að bankarnir myndu lifa af í aðsteðjandi erfiðleikum. Þessi viðvörun gæti hafa verið hljóðrituð.

Enginn virðist þó kannast við þessar viðvaranir og því hvetur Ágúst Davíð til þess að gera betri grein fyrir ummælum sínum. Ágúst vitnaði einnig til orða Davíðs á fundinum þar sem hann sagði viss samtöl vera hljóðrituð í Seðlabankanum og að hann hafi þegar gert ráðstafanir til þess að þau verði geymd lengur en í þá sex mánuði sem núverandi reglur segja til um.

„Þetta er ekki einkamál Davíðs," sagði Ágúst Ólafur. Þingmenn sem kvöddu sér hljóðs í umræðunni fóru margir hverjir fram á að viðskiptanefnd kalli Davíð á ný fyrir nefndina til þess að knýja hann frekari svara.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×