Erlent

Grikkir munu ekki trúa skýringum um slysaskot

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Enn sér ekki fyrir endann á óeirðunum í Grikklandi.
Enn sér ekki fyrir endann á óeirðunum í Grikklandi. MYND/AFP/Getty Images

Grískur almenningur mun ekki taka þá skýringu trúanlega, að hinn 15 ára gamli Alex Grigoropoulos hafi látist af völdum viðvörunarskots lögreglu sem endurkastaðist í hann.

Þessu heldur stjórnmálaskýrandinn Anthony Livanios fram í viðtali við gríska fjölmiðla. Hann segir að fólk muni telja skýringuna uppspuna til þess fallna að lægja reiðiöldur og draga úr þeim óeirðum sem geisað hafa í landinu síðan á laugardaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×