Innlent

Versnandi veður

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Versnandi veður af suðaustri er nú í aðsigi á landinu sunnan og vestanverðu, þar á meðal í höfuðborginni. Spáð er að veðrið verði verst um níuleytið í kvöld og má búast við vindhraða allt að 28 metrum á sekúndu. Hviður í námunda við fjöll kunna að slá í allt að 50 metrum á sekúndu, til að mynda á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli á Snæfellsnesi og víðar.

Mikið vatnsveður fylgir veðrinu og er hætt við stórhríð á fjallvegum. Veðrið gengur fremur hratt yfir og fer að lægja í höfuðborginni fyrir miðnætti en þá verður hvassast á Vestfjörðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×