Lífið

Ricky Martin kaupir brasilíska eyju

Ricky getur viðrað magavöðvana á eyjunni sinni.
Ricky getur viðrað magavöðvana á eyjunni sinni.
Söngvarinn og kyntröllið Ricky Martin hefur fjárfest í sinni eigin eyju. Hún er staðsett í brasilíska eyjaklasanum Angra dos Reis, rétt fyrir utan strendur Rio De Janeiro.

Hann hefur líklega þurft að brjóta sparibaukinn, því samkvæmt heimildum mexíkanska blaðsins El Universal kostaði eyjan litlar sex hundruð milljónir króna.

Martin ætti því að hafa pláss fyrir öll börnin sem hann langar í. Hann lýsti því nýverið yfir að hann vilji feta í fótspor Brangelinu og ætleiða eitt barn úr hverri heimsálfu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.