Boltavaktin á öllum leikjum kvöldsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. ágúst 2008 16:00 Fimmtándu umferð Landsbankadeildar karla lýkur í kvöld með fjórum leikjum sem verður öllum lýst á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Hægt er að fylgjast með öllum leikjunum samtímis á Miðstöð Boltavaktarinnar. Slóðin á hana er visir.is/boltavakt. Það má fylgjast nánar með gangi mála í leikjunum með því að smella á hvern einstakan leik. Keflavík getur minnkað forskot FH-inga á toppi deildarinnar aftur í þrjú stig með sigri á Skipaskaga í kvöld. Síðast þegar þessi lið mættust þar skoraði Bjarni Guðjónsson eitthvað frægasta mark íslenskrar knattspyrnusögu en hann er nú genginn til liðs við KR. Keflavík vann síðast 3-2 sigur á HK og hefur ekki tapað í sex leikjum í röð. ÍA hefur hins vegar tapað í sex leikjum í röð í deildinni en í lok síðasta mánaðar tóku þeir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir við starfi þjálfara af Guðjóni Þórðarsyni. Grindavík tekur á móti Breiðabliki en þegar þessi lið mættust á Kópavogsvelli fyrr í sumar vann Grindavík ótrúlegan 6-3 sigur. Grindvíkingar hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu og unnu síðast 1-0 sigur á Fjölni. Blikarnir gerðu síðast 1-1 jafntefli við KR og eru nú ellefu stigum á eftir toppliði FH. Grindavík er í áttunda sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Breiðabliki. Fjölnismenn taka á móti Val en síðarnefnda liðið á nú besta möguleikann af hinum liðunum tíu í deildinni að ógna FH og Keflavík á toppi deildarinnar. Ekkert annað en sigur kemur því til greina hjá Valsmönnum í kvöld. Fjölnismenn hafa nú tapað þremur leikjum í röð og eru í sjöunda sæti deildarinnar með 21 stig. Það verður svo fallslagur af bestu gerð á Kópavogsvellinum í kvöld þegar að botnlið HK tekur á móti Fylki. HK-ingar hafa aðeins fengið fimm stig í sumar og fátt sem virðist geta bjargað liðinu frá falli. Þeir verða því að vinna í kvöld til að halda í þá litlu von sem liðið hefur. Fylkismenn eru í tíunda sæti deildarinnar með þrettán stig og eins og staðan í deildinni er nú er það langlíklegast til að detta í fallslaginn við ÍA og HK í haust. Ef Fylkir vinnur hins vegar í kvöld verður útlitið orði ansi svart fyrir botnliðin tvö. Fylkir mætir svo ÍA í næstu umferð og hafa því Árbæingar nú tilvalið tækifæri til að losa sig við falldrauginn að mestu leyti með sigri í þessum tveimur leikjum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Fimmtándu umferð Landsbankadeildar karla lýkur í kvöld með fjórum leikjum sem verður öllum lýst á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Hægt er að fylgjast með öllum leikjunum samtímis á Miðstöð Boltavaktarinnar. Slóðin á hana er visir.is/boltavakt. Það má fylgjast nánar með gangi mála í leikjunum með því að smella á hvern einstakan leik. Keflavík getur minnkað forskot FH-inga á toppi deildarinnar aftur í þrjú stig með sigri á Skipaskaga í kvöld. Síðast þegar þessi lið mættust þar skoraði Bjarni Guðjónsson eitthvað frægasta mark íslenskrar knattspyrnusögu en hann er nú genginn til liðs við KR. Keflavík vann síðast 3-2 sigur á HK og hefur ekki tapað í sex leikjum í röð. ÍA hefur hins vegar tapað í sex leikjum í röð í deildinni en í lok síðasta mánaðar tóku þeir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir við starfi þjálfara af Guðjóni Þórðarsyni. Grindavík tekur á móti Breiðabliki en þegar þessi lið mættust á Kópavogsvelli fyrr í sumar vann Grindavík ótrúlegan 6-3 sigur. Grindvíkingar hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu og unnu síðast 1-0 sigur á Fjölni. Blikarnir gerðu síðast 1-1 jafntefli við KR og eru nú ellefu stigum á eftir toppliði FH. Grindavík er í áttunda sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Breiðabliki. Fjölnismenn taka á móti Val en síðarnefnda liðið á nú besta möguleikann af hinum liðunum tíu í deildinni að ógna FH og Keflavík á toppi deildarinnar. Ekkert annað en sigur kemur því til greina hjá Valsmönnum í kvöld. Fjölnismenn hafa nú tapað þremur leikjum í röð og eru í sjöunda sæti deildarinnar með 21 stig. Það verður svo fallslagur af bestu gerð á Kópavogsvellinum í kvöld þegar að botnlið HK tekur á móti Fylki. HK-ingar hafa aðeins fengið fimm stig í sumar og fátt sem virðist geta bjargað liðinu frá falli. Þeir verða því að vinna í kvöld til að halda í þá litlu von sem liðið hefur. Fylkismenn eru í tíunda sæti deildarinnar með þrettán stig og eins og staðan í deildinni er nú er það langlíklegast til að detta í fallslaginn við ÍA og HK í haust. Ef Fylkir vinnur hins vegar í kvöld verður útlitið orði ansi svart fyrir botnliðin tvö. Fylkir mætir svo ÍA í næstu umferð og hafa því Árbæingar nú tilvalið tækifæri til að losa sig við falldrauginn að mestu leyti með sigri í þessum tveimur leikjum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira