Boltavaktin á öllum leikjum kvöldsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. ágúst 2008 16:00 Fimmtándu umferð Landsbankadeildar karla lýkur í kvöld með fjórum leikjum sem verður öllum lýst á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Hægt er að fylgjast með öllum leikjunum samtímis á Miðstöð Boltavaktarinnar. Slóðin á hana er visir.is/boltavakt. Það má fylgjast nánar með gangi mála í leikjunum með því að smella á hvern einstakan leik. Keflavík getur minnkað forskot FH-inga á toppi deildarinnar aftur í þrjú stig með sigri á Skipaskaga í kvöld. Síðast þegar þessi lið mættust þar skoraði Bjarni Guðjónsson eitthvað frægasta mark íslenskrar knattspyrnusögu en hann er nú genginn til liðs við KR. Keflavík vann síðast 3-2 sigur á HK og hefur ekki tapað í sex leikjum í röð. ÍA hefur hins vegar tapað í sex leikjum í röð í deildinni en í lok síðasta mánaðar tóku þeir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir við starfi þjálfara af Guðjóni Þórðarsyni. Grindavík tekur á móti Breiðabliki en þegar þessi lið mættust á Kópavogsvelli fyrr í sumar vann Grindavík ótrúlegan 6-3 sigur. Grindvíkingar hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu og unnu síðast 1-0 sigur á Fjölni. Blikarnir gerðu síðast 1-1 jafntefli við KR og eru nú ellefu stigum á eftir toppliði FH. Grindavík er í áttunda sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Breiðabliki. Fjölnismenn taka á móti Val en síðarnefnda liðið á nú besta möguleikann af hinum liðunum tíu í deildinni að ógna FH og Keflavík á toppi deildarinnar. Ekkert annað en sigur kemur því til greina hjá Valsmönnum í kvöld. Fjölnismenn hafa nú tapað þremur leikjum í röð og eru í sjöunda sæti deildarinnar með 21 stig. Það verður svo fallslagur af bestu gerð á Kópavogsvellinum í kvöld þegar að botnlið HK tekur á móti Fylki. HK-ingar hafa aðeins fengið fimm stig í sumar og fátt sem virðist geta bjargað liðinu frá falli. Þeir verða því að vinna í kvöld til að halda í þá litlu von sem liðið hefur. Fylkismenn eru í tíunda sæti deildarinnar með þrettán stig og eins og staðan í deildinni er nú er það langlíklegast til að detta í fallslaginn við ÍA og HK í haust. Ef Fylkir vinnur hins vegar í kvöld verður útlitið orði ansi svart fyrir botnliðin tvö. Fylkir mætir svo ÍA í næstu umferð og hafa því Árbæingar nú tilvalið tækifæri til að losa sig við falldrauginn að mestu leyti með sigri í þessum tveimur leikjum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Fimmtándu umferð Landsbankadeildar karla lýkur í kvöld með fjórum leikjum sem verður öllum lýst á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Hægt er að fylgjast með öllum leikjunum samtímis á Miðstöð Boltavaktarinnar. Slóðin á hana er visir.is/boltavakt. Það má fylgjast nánar með gangi mála í leikjunum með því að smella á hvern einstakan leik. Keflavík getur minnkað forskot FH-inga á toppi deildarinnar aftur í þrjú stig með sigri á Skipaskaga í kvöld. Síðast þegar þessi lið mættust þar skoraði Bjarni Guðjónsson eitthvað frægasta mark íslenskrar knattspyrnusögu en hann er nú genginn til liðs við KR. Keflavík vann síðast 3-2 sigur á HK og hefur ekki tapað í sex leikjum í röð. ÍA hefur hins vegar tapað í sex leikjum í röð í deildinni en í lok síðasta mánaðar tóku þeir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir við starfi þjálfara af Guðjóni Þórðarsyni. Grindavík tekur á móti Breiðabliki en þegar þessi lið mættust á Kópavogsvelli fyrr í sumar vann Grindavík ótrúlegan 6-3 sigur. Grindvíkingar hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu og unnu síðast 1-0 sigur á Fjölni. Blikarnir gerðu síðast 1-1 jafntefli við KR og eru nú ellefu stigum á eftir toppliði FH. Grindavík er í áttunda sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Breiðabliki. Fjölnismenn taka á móti Val en síðarnefnda liðið á nú besta möguleikann af hinum liðunum tíu í deildinni að ógna FH og Keflavík á toppi deildarinnar. Ekkert annað en sigur kemur því til greina hjá Valsmönnum í kvöld. Fjölnismenn hafa nú tapað þremur leikjum í röð og eru í sjöunda sæti deildarinnar með 21 stig. Það verður svo fallslagur af bestu gerð á Kópavogsvellinum í kvöld þegar að botnlið HK tekur á móti Fylki. HK-ingar hafa aðeins fengið fimm stig í sumar og fátt sem virðist geta bjargað liðinu frá falli. Þeir verða því að vinna í kvöld til að halda í þá litlu von sem liðið hefur. Fylkismenn eru í tíunda sæti deildarinnar með þrettán stig og eins og staðan í deildinni er nú er það langlíklegast til að detta í fallslaginn við ÍA og HK í haust. Ef Fylkir vinnur hins vegar í kvöld verður útlitið orði ansi svart fyrir botnliðin tvö. Fylkir mætir svo ÍA í næstu umferð og hafa því Árbæingar nú tilvalið tækifæri til að losa sig við falldrauginn að mestu leyti með sigri í þessum tveimur leikjum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira