Boltavaktin á öllum leikjum kvöldsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. ágúst 2008 16:00 Fimmtándu umferð Landsbankadeildar karla lýkur í kvöld með fjórum leikjum sem verður öllum lýst á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Hægt er að fylgjast með öllum leikjunum samtímis á Miðstöð Boltavaktarinnar. Slóðin á hana er visir.is/boltavakt. Það má fylgjast nánar með gangi mála í leikjunum með því að smella á hvern einstakan leik. Keflavík getur minnkað forskot FH-inga á toppi deildarinnar aftur í þrjú stig með sigri á Skipaskaga í kvöld. Síðast þegar þessi lið mættust þar skoraði Bjarni Guðjónsson eitthvað frægasta mark íslenskrar knattspyrnusögu en hann er nú genginn til liðs við KR. Keflavík vann síðast 3-2 sigur á HK og hefur ekki tapað í sex leikjum í röð. ÍA hefur hins vegar tapað í sex leikjum í röð í deildinni en í lok síðasta mánaðar tóku þeir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir við starfi þjálfara af Guðjóni Þórðarsyni. Grindavík tekur á móti Breiðabliki en þegar þessi lið mættust á Kópavogsvelli fyrr í sumar vann Grindavík ótrúlegan 6-3 sigur. Grindvíkingar hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu og unnu síðast 1-0 sigur á Fjölni. Blikarnir gerðu síðast 1-1 jafntefli við KR og eru nú ellefu stigum á eftir toppliði FH. Grindavík er í áttunda sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Breiðabliki. Fjölnismenn taka á móti Val en síðarnefnda liðið á nú besta möguleikann af hinum liðunum tíu í deildinni að ógna FH og Keflavík á toppi deildarinnar. Ekkert annað en sigur kemur því til greina hjá Valsmönnum í kvöld. Fjölnismenn hafa nú tapað þremur leikjum í röð og eru í sjöunda sæti deildarinnar með 21 stig. Það verður svo fallslagur af bestu gerð á Kópavogsvellinum í kvöld þegar að botnlið HK tekur á móti Fylki. HK-ingar hafa aðeins fengið fimm stig í sumar og fátt sem virðist geta bjargað liðinu frá falli. Þeir verða því að vinna í kvöld til að halda í þá litlu von sem liðið hefur. Fylkismenn eru í tíunda sæti deildarinnar með þrettán stig og eins og staðan í deildinni er nú er það langlíklegast til að detta í fallslaginn við ÍA og HK í haust. Ef Fylkir vinnur hins vegar í kvöld verður útlitið orði ansi svart fyrir botnliðin tvö. Fylkir mætir svo ÍA í næstu umferð og hafa því Árbæingar nú tilvalið tækifæri til að losa sig við falldrauginn að mestu leyti með sigri í þessum tveimur leikjum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Fimmtándu umferð Landsbankadeildar karla lýkur í kvöld með fjórum leikjum sem verður öllum lýst á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Hægt er að fylgjast með öllum leikjunum samtímis á Miðstöð Boltavaktarinnar. Slóðin á hana er visir.is/boltavakt. Það má fylgjast nánar með gangi mála í leikjunum með því að smella á hvern einstakan leik. Keflavík getur minnkað forskot FH-inga á toppi deildarinnar aftur í þrjú stig með sigri á Skipaskaga í kvöld. Síðast þegar þessi lið mættust þar skoraði Bjarni Guðjónsson eitthvað frægasta mark íslenskrar knattspyrnusögu en hann er nú genginn til liðs við KR. Keflavík vann síðast 3-2 sigur á HK og hefur ekki tapað í sex leikjum í röð. ÍA hefur hins vegar tapað í sex leikjum í röð í deildinni en í lok síðasta mánaðar tóku þeir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir við starfi þjálfara af Guðjóni Þórðarsyni. Grindavík tekur á móti Breiðabliki en þegar þessi lið mættust á Kópavogsvelli fyrr í sumar vann Grindavík ótrúlegan 6-3 sigur. Grindvíkingar hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu og unnu síðast 1-0 sigur á Fjölni. Blikarnir gerðu síðast 1-1 jafntefli við KR og eru nú ellefu stigum á eftir toppliði FH. Grindavík er í áttunda sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Breiðabliki. Fjölnismenn taka á móti Val en síðarnefnda liðið á nú besta möguleikann af hinum liðunum tíu í deildinni að ógna FH og Keflavík á toppi deildarinnar. Ekkert annað en sigur kemur því til greina hjá Valsmönnum í kvöld. Fjölnismenn hafa nú tapað þremur leikjum í röð og eru í sjöunda sæti deildarinnar með 21 stig. Það verður svo fallslagur af bestu gerð á Kópavogsvellinum í kvöld þegar að botnlið HK tekur á móti Fylki. HK-ingar hafa aðeins fengið fimm stig í sumar og fátt sem virðist geta bjargað liðinu frá falli. Þeir verða því að vinna í kvöld til að halda í þá litlu von sem liðið hefur. Fylkismenn eru í tíunda sæti deildarinnar með þrettán stig og eins og staðan í deildinni er nú er það langlíklegast til að detta í fallslaginn við ÍA og HK í haust. Ef Fylkir vinnur hins vegar í kvöld verður útlitið orði ansi svart fyrir botnliðin tvö. Fylkir mætir svo ÍA í næstu umferð og hafa því Árbæingar nú tilvalið tækifæri til að losa sig við falldrauginn að mestu leyti með sigri í þessum tveimur leikjum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira