Innlent

Varað við fljúgandi hálku

Fljúgandi hálka er á Hellisheiði og þar hafa bílar farið út af. Einn hefur auk þess oltið og annar ekið á vírgirðingu á milli akreina, en enginn hefur slasast.

Það er líka fljúgandi hálka á Reykjanesbraut, þar hafa nokkrir farið út af, einn oltið og annar ekið á staur. Að minnstakosti tvær manneskjur hafa slasast en ekki alvarlega, samkvæmt fyrstu fréttum. Þetta hefur verið að gerast á áttunda tímanum og hafa fjölmargir ökumenn hringt á fréttastofuna og óskað skýringar á því af hverju ekki var farið að saltbera vegina strax í morgunsárið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×