Leifur rekinn: Tímasetningin óheppileg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. ágúst 2008 11:57 Leifur Garðarsson var í gær rekinn sem þjálfari Fylkis. Mynd/E. Stefán Ámundi Halldórsson, meðstjórnandi í meistaraflokksráði karla hjá Fylki, harmar slæma tímasetningu á uppsögn Leifs Garðarssonar sem þjálfara liðsins. Leifur var sagt upp störfum í gær sem og Jóni Sveinssyni, aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla. Ámundi staðfesti þetta og einnig að stjórn félagsins hefði rætt um að Páll Einarsson og Sverrir Sverisson myndu taka að sér þjálfun liðsins. Ámundi sagði að frekari tíðinda væri að vænta síðar í dag af þjálfaramálum félagsins. Þetta er í fyrsta sinn sem einn forsvarsmanna knattspyrnudeildar Fylkis tjáir sig um uppsögn þeirra Leifs og Jóns. Vísir hefur margítrekað reynt að ná í Hörð Antonsson, formann meistaraflokksráðsins, en án árangurs. Fleiri fréttastofur, til að mynda hjá Stöð 2 og Morgunblaðinu, höfðu sömu sögu að segja. Spurður hvort að um skyndiákvörðun hafi verið að ræða sagði Ámundi að það væri að sumu leyti rétt. „Svona ákvarðanir eru oft teknar með stuttum fyrirvara og svona lagað gerist oft mjög hratt. En þetta var búið að vera í undirmeðvitundinni hjá mönnum þó þetta hafi ekki verið rætt innan ráðsins fyrr en stuttu áður en hlutirnir gerðust," sagði Ámundi. Í hádeginu var í gær haldinn blaðamannafundur í tengslum við leikina í undanúrslitum bikarkeppni karla. Fylkir mætir Fjölni á sunnudaginn á Laugardalsvelli. Þar sat Leifur Garðarsson fyrir svörum fjölmiðlamanna og þar var einnig formaðurinn Hörður Antonsson. Var búið að taka ákvörðunina um að reka Leif fyrir blaðamannafundinn? „Það var búið að ræða þetta mál en ekki taka endanlega ákvörðun. Það er enda erfitt að fara af stað með eitthvað án þess að vera með eitthvað í bakhöndinni. Það er núna að verið að skoða þessa möguleika sem og vonandi er hægt að segja frá þeim síðar í dag," sagði Ámundi. „En það var mjög leiðinlegt að þessi fundur þurfti að hitta á þennan dag. Svo má deila fram og til baka um hvað sé hentug tímasetning fyrir svona lagað og hvað ekki. Þetta var vissulega óheppilegt, ég skal taka undir það." Fylkir tapaði fyrir KR á miðvikudagskvöldið, 2-0, og mætir svo Fjölni strax á sunnudaginn. Eftir þann leik er frí framundan í deildinni vegna landsleikjanna í undankeppni HM 2010. Ámundi sagði að helsta ástæðan fyrir því að taka þessa ákvörðun nú í stað þess að bíða var sú að gengi liðsins að undanförnu hafi ekki staðið undir væntingum. „Við vonuðumst til í þessum þremur leikjum gegn ÍA, HK og Þrótt sem eru á svipuðum slóðum og við í deildinni að hlutirnir myndu breytast og taka U-beygju. Út úr þessum leikjum komu ekki nema þrjú stig og okkur fannst lítil sem engin breyting á spilamennsku liðsins. Svo er þessi mikilvægi leikur við Fjölni framundan og þar sem við töldum að þær breytingar sem þurfti til hafi ekki verið til staðar myndi það ekki heldur gerast í þessum leik." „Þetta er vissulega allt matsatriði og vissulega er stutt í næsta leik og óþarflega mikill hraði á hlutunum. En svona er þetta stundum í þessum bransa," bætti Ámundi við. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á leikmannahópi liðsins. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Ámundi Halldórsson, meðstjórnandi í meistaraflokksráði karla hjá Fylki, harmar slæma tímasetningu á uppsögn Leifs Garðarssonar sem þjálfara liðsins. Leifur var sagt upp störfum í gær sem og Jóni Sveinssyni, aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla. Ámundi staðfesti þetta og einnig að stjórn félagsins hefði rætt um að Páll Einarsson og Sverrir Sverisson myndu taka að sér þjálfun liðsins. Ámundi sagði að frekari tíðinda væri að vænta síðar í dag af þjálfaramálum félagsins. Þetta er í fyrsta sinn sem einn forsvarsmanna knattspyrnudeildar Fylkis tjáir sig um uppsögn þeirra Leifs og Jóns. Vísir hefur margítrekað reynt að ná í Hörð Antonsson, formann meistaraflokksráðsins, en án árangurs. Fleiri fréttastofur, til að mynda hjá Stöð 2 og Morgunblaðinu, höfðu sömu sögu að segja. Spurður hvort að um skyndiákvörðun hafi verið að ræða sagði Ámundi að það væri að sumu leyti rétt. „Svona ákvarðanir eru oft teknar með stuttum fyrirvara og svona lagað gerist oft mjög hratt. En þetta var búið að vera í undirmeðvitundinni hjá mönnum þó þetta hafi ekki verið rætt innan ráðsins fyrr en stuttu áður en hlutirnir gerðust," sagði Ámundi. Í hádeginu var í gær haldinn blaðamannafundur í tengslum við leikina í undanúrslitum bikarkeppni karla. Fylkir mætir Fjölni á sunnudaginn á Laugardalsvelli. Þar sat Leifur Garðarsson fyrir svörum fjölmiðlamanna og þar var einnig formaðurinn Hörður Antonsson. Var búið að taka ákvörðunina um að reka Leif fyrir blaðamannafundinn? „Það var búið að ræða þetta mál en ekki taka endanlega ákvörðun. Það er enda erfitt að fara af stað með eitthvað án þess að vera með eitthvað í bakhöndinni. Það er núna að verið að skoða þessa möguleika sem og vonandi er hægt að segja frá þeim síðar í dag," sagði Ámundi. „En það var mjög leiðinlegt að þessi fundur þurfti að hitta á þennan dag. Svo má deila fram og til baka um hvað sé hentug tímasetning fyrir svona lagað og hvað ekki. Þetta var vissulega óheppilegt, ég skal taka undir það." Fylkir tapaði fyrir KR á miðvikudagskvöldið, 2-0, og mætir svo Fjölni strax á sunnudaginn. Eftir þann leik er frí framundan í deildinni vegna landsleikjanna í undankeppni HM 2010. Ámundi sagði að helsta ástæðan fyrir því að taka þessa ákvörðun nú í stað þess að bíða var sú að gengi liðsins að undanförnu hafi ekki staðið undir væntingum. „Við vonuðumst til í þessum þremur leikjum gegn ÍA, HK og Þrótt sem eru á svipuðum slóðum og við í deildinni að hlutirnir myndu breytast og taka U-beygju. Út úr þessum leikjum komu ekki nema þrjú stig og okkur fannst lítil sem engin breyting á spilamennsku liðsins. Svo er þessi mikilvægi leikur við Fjölni framundan og þar sem við töldum að þær breytingar sem þurfti til hafi ekki verið til staðar myndi það ekki heldur gerast í þessum leik." „Þetta er vissulega allt matsatriði og vissulega er stutt í næsta leik og óþarflega mikill hraði á hlutunum. En svona er þetta stundum í þessum bransa," bætti Ámundi við. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á leikmannahópi liðsins.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira