Íslenski boltinn

Hallgrímur Jónasson: Mikið hungur í þessu liði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hallgrímur Jónasson, leikmaður Keflavíkur.
Hallgrímur Jónasson, leikmaður Keflavíkur. Mynd/Anton
Húsvíkingurinn Hallgrímur Jónasson átti stórleik í vörn Keflavíkur í kvöld gegn Blikum og var að vonum sáttur eftir leikinn sem Keflvíkingar unnu, 3-1.

„Þetta gengur vel og lykillinn að því er að við erum að gera þetta saman. Mér fannst þetta frábær leikur hjá okkur þó svo aðstæður hafi ekki verið góðar. Í fyrri hálfleik áttum við fullt af tækifærum en fengum á okkur mark sem var smá kjaftshögg," sagði Hallgrímur en það sló Keflvíkinga ekki út af laginu.

„Við ákváðum bara að halda áfram okkar leik því við vissum að það myndi skila okkur. Við hefðum getað skorað meira. Það er mikið hungur í þessu liði og samkeppni um stöður. Menn samt allir að stefna í sömu átt og enginn fúll að vera á bekknum. Það er þessi stemming sem er að skila okkur langt."


Tengdar fréttir

Átta stiga forysta Keflavíkur

Keflavík vann í dag 3-1 sigur á Breiðabliki í fyrsta leik 20. umferðar Landsbankadeildar karla. Patrik Ted Redo skoraði tvö mörk fyrir Keflavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×