Íslenski boltinn

Ólafur: Sturtuðum þessu í klósettið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mynd/Anton Brink

"Við vorum skynsamir í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var skítahálfleikur af okkar hálfu," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, svekktur í leikslok eftir að hans menn töpuðu í Keflavík í kvöld.

Það var engu líkara en Blikar væru farnir í frí því baráttan var lítil og stuðningsmannahópurinn hefur yfirgefið skipið.

"Ef að við ætlum að vinna einhvern tímann eitthvað þá verðum við að vera eins og menn, innan vallar sem utan. Í dag sturtuðum við fyrri hálfleik ofan í klósettið á 45 mínútum og það er ekki ásættanlegt."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×