Íslenski boltinn

Boltavaktin: Fram - FH

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins er með beina lýsingu frá leik Fram og FH í 20. umferð Landsbankadeildar karla.

Hægt er að fylgjast með leiknum á Miðstöð Boltavaktarinnar og lesa nánar um ganginn með því að smella á viðkomandi leik.

FH þarf nauðsynlega á sigri að halda í kvöld þar sem forysta Keflavíkur er orðin átta stig. FH á þó tvo leiki til góða.

Fram getur tekið forystuna í keppninni um Evrópusæti með sigri í kvöld og tyllt sér upp í þriðja sæti deildarinnar. Fram er nú í fimmta sæti með 31 stig, einu á eftir KR og Val.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×