Lífið

Sveppi og Auddi fagna afmæli Eiðs Smára í Barcelona

Sveppi skellti sér til Barcelona til að fagna afmæli Eiðs Smára og dró Audda með sér.
Sveppi skellti sér til Barcelona til að fagna afmæli Eiðs Smára og dró Audda með sér.

Sjónvarpsstjörnurnar Sveppi og Auddi eru þessa dagana staddir í Barcelona til að fagna afmæli Eiðs Smára Guðjohnsen vinar síns. Hann varð þrítugur á mánudaginn og augljóst er að kappinn ætlar að njóta tímamótanna til hins fyllsta. Morgunblaðið greindi frá því á föstudag að Eiður hefði blásið til afmælisveislu á tuttugustu hæðinni í Turninum í Kópavogi á miðvikudagskvöld. Þar hafi Nýdönsk og Bubbi Morthens, meðal annarra, skemmt veislugestum, en veislustjórn verið í höndum Sveppa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.