Innlent

Segir Fillipseyinga í vandræðum með að koma fjármunum til heimalandsins

Flestir Fillipseyingar sem búa hér á landi hafa haldið störfum sínum í núverandi efnahagsþrengingum en þeir hafa lent í erfiðleikum með að senda fjármuni til heimalandsins.

Frá þessu greinir í filippseyska fréttamiðlinum ABC-CBN. Fjallað er um ástandið hér á landi og rætt við vararæðismann Filippseyja gagnvart Íslandi, sem hefur aðsetur í Osló. Vararæðismaðurinn segir að vinnutími Filippseyinga hafi verið styttur og hætt sé að bjóða upp á yfirvinnu en Filippseyingar haldi samt störfum sínum.

Þá segir ræðismaðurinn að Filippseyingar hér á landi hafi lent í erfiðleikum með að koma fjármunum til heimalandsins vegna þess að íslensk stjórnvöld hafi heft gjaldeyrisflutninga. Þá hafi fólk lenti í erfiðleikum með að endurnýja vegabréf sín því það þurfi norskar krónur til að greiða ræðismannsskrifstofunni fyrir þá vinnu. Talið er að um 1500 Filippseyingar búi á Íslandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×