Innlent

Jón Ásgeir hótar lögsókn fari upplýsingar um fjármögnun 365 fyrir Alþingi

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður 365 hf, krefst þess að Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður viðskiptanefndar Alþingis hætti við að knýja forsvarsmenn ríkisbankanna þriggja um svör við lánafyrirgreiðslum vegna kaupa á fjölmiðlahluta 365. Láti hann ekki af kröfunni muni Jón Ásgeir kæra. Þetta kemur fram í bréfi sem Einar Sverrisson lögmaður sendi nefndarmönnum viðskiptanefndar fyrir hönd Jóns Ásgeirs nú undir kvöld.

Í kvöldfréttum hljóðvarps Ríkisútvarpsins í gær birtist frétt þess efnis að viðskiptanefnd Alþingis hefði boðað bankastjóra og bankaráðsformenn ríkisbankanna þriggja íá sinn fund næsta föstudag til að fá úr því skorðið hver hafi lánað Jóni Ásgeiri einn og hálfan milljarð til kaupa á fjölmiðlahluta 365 hf.

Í bréfinu er bent á að í lögum um fjármálafyrirtæki sé ákvæði um að stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taki að sér verk í þágu fyrirtækisins séu bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- og einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samvæmt lögum. Ekkert í lögum um þingsköp Alþingis né öðrum lögum heimili að þingnefnd sé upplýst um einkamálefni viðskiptamanns fjármálafyrirtækis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×