Innlent

Mjólkin hækkar um tíu prósent

Mjólk og mjólkurafurðir hækka um rúm tíu prósent fyrsta nóvember næstkomandi, eða sem samsvarar um tíu krónum á mjólkurlítra. Í tilkynningu frá verðlagsnefnd búvara kemur fram að ástæður hækkunarinnar séu hækkanir á aðföngum í mjólkuriðnaði og búvöruframleiðslu.

Í tilkynningunni segir að á sama tíma hækki afurðastöðvaverð til bænda um rúmar sjö krónur á lítra mjólkur. Vinnslu og dreifingarkostnaður hækki um tæpar sex krónur á lítra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×