Íslenski boltinn

Auðun: Frábært ár hjá Keflavík

Auðun segir Keflvíkinga hafa átt frábært tímabil þrátt fyrir vonbrigðin í dag
Auðun segir Keflvíkinga hafa átt frábært tímabil þrátt fyrir vonbrigðin í dag
Varnarmaðurinn Auðun Helgason hjá Fram var að vonum ánægður með sigur sinna manna í Keflavík í dag og segir hann sýna vel hvað búi í liði Fram.

"Ég er bara í skýjunum. Við gerðum það sem við þurftum að gera og unnum Keflavík í Keflavík sem er einn erfiðasti útivöllurinn í deildinni og það segir allt sem segja þarf um okkur. Við bætum okkur leik eftir leik og sóknarleikurinn kom sterkur inn í seinni umferðinni og því náum við þriðja sætinu, Við afsönnum líka þarna ákveðna kenningu um að við náum aldrei að koma til baka eftir að hafa lent marki undir" segir Auðun í samtali við Vísi.

Auðun vildi nota tækifærið og óska Keflvíkingum jafnframt til hamingju með frábært sumar hjá þeim þó svo að þeir hafi þurft að sætta sig við silfrið.

"Ég óska Keflvíkingum til hamingju með frábært tímabil hjá þeim þrátt fyrir að það hafi endað á þessum nótum," segir Auðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×