Lífið

Ferðast um Evrópu og kennir söng

Bodil Lunde Rørtveit og Hera Björk Þórhallsdóttir.
Bodil Lunde Rørtveit og Hera Björk Þórhallsdóttir.

„Nú er ég á fullu að mála og græja íbúðina mína. Ég er nýkomin heim úr langri vinnureisu þannig að ég geri lítið annað en njóta veðursins og knúsa fjölskylduna mína," svarar Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona aðspurð hvað hún fæst við.

„Ég var að klára námið mitt í Kaupmannahöfn 15. júní síðastliðinn og það var alveg meiriháttar í alla staði. Ég er búin að vera í þessu námi í fjögur ár og fengið að kynnast dásamlegu fólki sem ég á eftir að sakna mikið."

Hera Björk fagnar ásamt Eurobandinu í undankeppni Eurovision.

„Við héldum tónleika á Jazzhouse í Kaupmannahöfn og það var troðfullt út úr dyrum og mikil stemning. Í haust taka svo við mikil ferðalög hjá mér þar sem að ég er bókuð í kennslu um alla Evrópu. Það er bara spennandi og verður gaman að fara til allra þessara landa og kynnast söngvurunum þar."

„Þess á milli verð ég að syngja hér og þar og allsstaðar."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.