Innlent

Hafnar kröfu um að vísa frá ákæru í ofbeldi gegn löggum

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur hafnað kröfu um að vísa frá sakamáli vegna formgalla þar sem tveir lögreglumenn á Akureyri voru beittir hörðu ofbeldi.

Héraðsdómur Norðurlands hefur hafnað kröfu tveggja manna frá höfuðborgarsvæðinu um að máli þeirra verði vísað frá dómi vegna formgalla. Mennirnir kröfðust þessa eftir að þeim var birt ákæra ríkissaksóknara saman en þeir telja að það hafi verið óheimilt að höfða málið gegn þeim saman þar eð ekki hafi verið um sama verknað að ræða.

Meint brot þeirra áttu sér stað í apríl síðastliðnum fyrir utan Kaffi Amor við Ráðhústorg á Akureyri þar sem þeir réðust á tvo lögreglumenn. Annars vegar veittist annar þeirra að lögregluvarðstjóra og sló tvisvar í andlit hans með þeim afleiðingum að hann hlaut hruflsár á höku og blæðingu í vinstra auga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×