Innlent

Vegagerðin varar við flughálku

Vegagerðin varar við flughálku í dag.
Vegagerðin varar við flughálku í dag. MYND/VILHELM

Það eru hálkublettir á Hellisheiði og eins er enn sumstaðar krapi eða einhver hálka á Suðurlandi, einkum í uppsveitum, en annars tekur mjög hratt upp.

Á Vesturlandi eru hálkublettir, hálka eða jafnvel krap nokkuð víða en hitinn er þó víðast í plús.

Á Vestfjörðum er víða einhver ofankoma. Verið er að moka Hrafnseyrarheiði.

Hálka eða hálkublettir eru víða á Norðurlandi og sumstaðar skafrenningur, einkum á heiðum. Lágheiði er flughál.

Á Austurlandi er flughált á köflum milli Hafnar og Fáskrúðsfjarðar en annars er víða snjóþekja og einhver hálka.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×