Lífið

Eddie Murphy með nýja í takinu

Segja má að Murphy og Tracey Edmonds hafi skilið á leiðinni frá altarinu.
Segja má að Murphy og Tracey Edmonds hafi skilið á leiðinni frá altarinu.

Á einungis tveimur árum hefur Eddie Murphy tekist að barna konu, giftast annarri og skilja við hana aftur. Það var mikið rætt um ástarsamband hans við fyrrum uppáhaldstengdadóttur Íslands, Mel B. Adam var hins vegar ekki lengi í Paradís. Þau skildu áður en Mel ól Murphy dóttur þeirra.

Næsti viðkomustaður Murphy var hjá hinni fögru Tracey Edmonds. Þau gengu saman upp að altarinu, en þremur vikum seinna voru þau skilin að skiptum.

Nú er Murphy kominn með enn eina dömu upp á arminn. Nýja ástin í lífi stórleikarans heitir Lara LaRue og er 25 ára gömul. Murphy segir hverjum sem heyra vill að hann sé ástfanginn og hefur sent sinni heittelskuðu fjölda blóma og ástarkveðja.

Svo er bara að vona að það haldi hjá honum í þetta skiptið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.